04 October 2010

Hjartadagshlaupið

Það voru tveir úr hópnum sem skellu sér í hlaupið. Báðir eru nýskriðnir af sjúkralista og því ekki slæmt. Sérstaka athyggli vekur að Hartmann kláraði hlaupið þó að hann hafi ekki verið ánægður með tímann - Gott hjá þér Hartmann, þetta er þá tíminn sem þú tekur næst.

Sæti           Tími

32     24:42    Pétur Fannar Hjaltason             
36     26:21    Hartmann Bragason

02 October 2010

Berlínarmaraþon 2010

Berlínar maraþon 2010.
Það er alltaf tilhlökkun að fara í maraþon. Maður er búinn að æfa vel og lengi og er tilbúinn í átökin. Nú er bara að slaka vel á og láta sér hlakka til.
Við félagarnir vorum komnir til Berlínar um 20:30 og komnir út á götu fljótlega eftir það. Eftir stutta leit fundum við frábæran Ítalskan veitingastað og fengum okkur þar vel af kolvetnum. Eftir góðan nætursvefn skelltum við okkur á Expoið og náðum í númerin okkar, á meðan við vorum þar fór að rigna og það ekkert smáræði. Blessuð rigningin átti eftir að hanga yfir okkur það sem eftir var ferðar, sem var frekar óheppilegt. Laugardagurinn fór að mestu í rölt, verslun og át. Við fórum snemma í háttinn enda var meiningin að fara á fætur kl 5:45 að staðartíma en það er kl 3:45 á íslenskum tíma, en menn voru bara ansi sprækir.

26 March 2010